Um vörurnar okkar

 

 

 

Skoffín.is býður upp á heimakynningar fyrir hópa. Gestgjafinn fær glaðning og 10% afsláttur er af öllum vörum. Vinsamlegast pantið hér eða hafið samband með tölvupósti á skoffin@skoffin.is eða í síma 822-8178 til að panta kynningu.


Skoffin.is hóf göngu sína í nóvember 2010 þegar við hófum innflutning og sölu á þessu frábæra merki Maxomorra.

Maxomorra er sænskt merki og var stofnað 2008 í ÄLMHULT. Fötin þeirra eru úr lífrænni bómull og má lýsa þeim sem einföldum og litríkum gæðaflíkum sem eru fyrst og fremst þægileg fyrir börnin. Bómullin hefur verið vottuð skv. GOTS eða Global organic textile standards.

Maxomorra framleiðir fjórar línur á ári; haust- og vetrarlínu með vetrarviðbót og vor- og sumarlínu með sumarviðbót. Maxomorra er ungt fyrirtæki og hefur sífellt verið að bæta gæði og umsvif.

Við bendum á stærðartöfluna ásamt því að Maxomorra mælir með því að fötin séu þvegin á röngunni til að verja prent og liti.


 Oeko Tex 

 


 

 


Piccalilly er breskur framleiðandi með frábærar vörur á frábæru verði. Eins og Skoffín gerir leggur Piccalilly áherslu á lífræna, umhverfis- og manneskjuvæna framleiðslu með áherslu á hágæða bómull og gagnsæa virðiskeðju, sjá nánar hér. Piccalilly var stofnað árið 2006 og hefur síðan þá hlotið fjölmargar tilnefningar til verðlauna. Hér má finna góða lýsingu á því sem Piccalilly stendur fyrir eða eins og þau kalla það "Doing it the Piccalilly way".

Piccalilly hefur verið tilnefnt til verðlauna í flokknum "Best Eco Fashion 2012 - The most beautiful ethical clothing brands for children". Einnig hafa þau verið tilnefnd til verðlauna í flokknum "Best Children's Eco Range" Prima Baby Fashion Awards 2010 og 2011 í flokknum "Comfort".

 

 

 

 


 

Nosh Organics


Vörurnar frá Nosh Organics eru uppseldar eins og er.

Nosh Organics er finnskt merki sem leitast við að bjóða upp á vistvæna lausn fyrir foreldra sem vilja klæða börn sín í falleg hágæða barnaföt. Flíkurnar eru ekki aðeins gerðar úr lífrænum og eiturefnalausum efnum heldur einnig framleiddar með gæði og endingu að leiðarljósi. 

Öll hönnun er í höndum Hönnu Rannila, en hún er eigandi og stofnandi þessa ört vaxandi fjölskyldufyrirtækis í Helsinki, og eru vörurnar framleiddar í Portúgal. Nosh Company var stofnað árið 2011. 


Oeko Tex 

 

 


 

 

 

Nafnið á þessu nýja skandinavíska merki má rekja hingað til Íslands. Það var hjá einum af hönnuðunum sem Krummi nokkur gerði sig heimakominn þar á bæ og fékk hann nafnið Mói og var sem einn af fjölskyldumeðlimum. 

Mói hannar föt fyrir börn frá 0 - 8 ára. Mói leggur áherslu á vottuð framleiðsluferli sem byggja á ábyrgð, siðferði og sjálfbærni.

Nánar um merkið mói hér 

 


 

 

 

 

Pili Pala er framleiðandi í Wales en Pili Pala þýðir fiðrildi á velsku.

Pili Pala er umhugað um hvaða efni þau nota í fötin sín og eins hver framleiðir þau. Þá segja þau að ást undirstriki allt sem þau gera. Öll framleiðsla fer fram í Wales með mýkstu lífrænni bómull sem völ er á ásamt endurunnu efni.

Pili Pala leggur áherslu á að fötin endist vel og lengi svo þau geti notast af yngri systkinum.

Með því að kaupa Pili Pala vörur ertu ekki aðeins fá gæðaleg og falleg föt heldur ertu líka að hjálpa til við að bæta þann heim sem við búum í!

 

 


Árið 1999 gerði Annette Klein Bog áhugamál sitt sem var að ferðast um heiminn, að atvinnu sinni. Hún setti á laggirnar heildsölufyrirtæki sem flytur inn lífstílsvörur, leikföng og aðra fylgihluti frá Indlandi og Kína.

Þegar hún ferðaðist um þessi lönd varð hún ástfangin af björtum og líflegum litum handverksfólksins og bjó í kjölfarið til nýjan og litríkan stíl sem varð að vörumerkinu Global Affairs.

Global Affairs samanstendur af metnaðarfullu fólki sem vinnur í hjarta Amsterdam við þróun og innflutning á litríkum leikföngum og fylgihlutum fyrir börn. 

Flestar vörurnar eru framleiddar í litlum verksmiðjum sem hafa allar verið heimsóttar af Annette. Sjá nánar um Fair Trade stefnu þeirra hér.



 

 


The Zunblock Zwimmies UPF 50 + eru hannaðar í samvinnu við ungbarnasundskennara, foreldra og börn.

Þær eru framleiddar úr mjúku UPF 50 + efni sem andar og er mjög teygjanlegt.

Zunblock ábyrgist:

- Rekjanleika

- Að efnin séu laus við skaðleg efni

- Enga barnaþrælkun

- Langan líftíma

 

  

 



 

Veröld Fred grænt bómull er hannað með Scandinavian nálgun við þróun barna. Það eru engir höfðingjar og prinsessum, en virk börn með losta fyrir líf í verklega en fín föt. Keywords for hvernig við viljum börnum okkar til að þróa eru:
Safe, hreyfing, þekkingu, skilning á mannlegum samskiptum við náttúruna, reynslu, upptöku, Fantasy, möguleikar, Co ábyrgð, réttindi, frelsi.
Veröld Fred grænt bómull er gots staðfest - sterkasta lífræna merkingu á markaðnum í dag. Regngalli okkar er Oeko-Tex staðfest og Outerwear okkar er úr endurunnum pólýester 40%.

Fred's world er uppselt eins og er.

Fred's world leggur mikinn metnað í umhverfisvernd. Mikið er lagt upp úr því að leikgleði barna sé á engan hátt heft og tekið er tillit til þarfa barnanna.
Fred's World by Green cotton er GOTS staðfest en það er sterkasta lífræna merkingin á markaðnum í dag. 

Sjá nánar ítarlegar upplýsingar um merkið hér