Vegna ábendinga sem við höfum fengið í gegnum endurgjöf frá viðskiptavinum langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri:
1. Maxomorra eru því miður farin að kynskipta framleiðslunni hjá sér og skilgreina ákveðin mynstur fyrir stráka og önnur fyrir stelpur.
Þar að leiðandi eru yfirleitt ekki framleiddir t.d. kjólar í mynstrum sem þau ætla strákum og öfugt.
Þetta þykir okkur miður en markaðurinn ræður og vegna þess hve lítið var pantað af t.d. kjólum í „strákalegum“ mynstrum sáu þau ekki ástæðu til framleiðslu.
2. Við höfum fengið athugasemdir við snið og efni í ákveðnum mynstrum úr eldri línum og þekkjum við það af eigin raun. Bæði prent og snið hefur, í einstaka mynstrum, átt það til að halda sér illa.
Nú hefur Maxomorra endurbætt efnið hjá sér til muna og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð við því og viðskiptavinir yfir sig ánægðir með nýja efnið. Nýja bómullin er að sjálfsögðu áfram lífræn bómull og því laus við öll eiturefni. Við hefur bæst 5% elastan sem á meðal annars þátt í auknum gæðum. Hér má nálgast GOTS skírteini Maxomorra.